Nathan Jones, stjóri Luton Town í ensku B-deildinni, er nú orðaður við stjórastarfið hjá Brighton í enskum miðlum.
Graham Potter er að yfirgefa félagið og taka við Chelsea af Thomas Tuchel, sem var rekinn í gærmorgun. Hann hefur náð samkomulagi við Lundúnafélagið. Brighton leitar því að arftaka hans.
Jones hefur vakið athygli með Luton og gæti nú fengið starf í ensku úrvalsdeildinni. Hann kom Luton í umspil um að komast upp í efstu deild á síðustu leiktíð.
Steve Cooper, stjóri Nottingham Forest, er einnig orðaður við stöðuna.
Sá kom Forest upp í ensku úrvalsdeildina í vor, sem vakti verðskuldaða athygli.