Framarar hafa fengið góðar fréttir en miðjumaðurinn Tiuago Fernandes hefur framlengt samning sinn við félagið.
Þetta staðfesti Fram með tilkynningu nú í kvöld en Tiago er einn besti leikmaður liðsins.
Tiago hefur spilað stórt hlutverk að hjálpa nýliðunum í Bestu deildinni þar sem liðið situr í 8. sæti deildarinnar, átta stigum frá fallsæti.
Tiago er fæddur árið 1995 en hann er nú samningsbundinn Fram til ársins 2024.
Hann hefur skorað fimm mörk í 16 deildarleikjum í sumar.
Tiago framlengir!
Tiago hefur endurnýjað samning sinn við Fram til 2024. Portúgalinn hefur átt frábært tímabil í bláu treyjunni og sýnt töfra sína í deild þeirra bestu.
Stjórn og þjálfarar eru gríðarlega ánægð með að hafa tryggt sér áframhaldandi þjónustu galdramannsins! pic.twitter.com/auBVhR1nFN
— FRAM knattspyrna (@FRAMknattspyrna) September 8, 2022