Graham Potter er mættur á æfingasævði Chelsea eftir að hafa í morgun farið á æfingasvæði Brighton til að kveðja félaga sína þar.
Thomas Tuchel gengur í burtu með þrettán milljónir punda, eftir að hafa verið rekinn sem stjóri Chelsea í gær. Hann er sagður hafa verið að missa tökin á leikmannahópnum áður en hann var rekinn.
Samband Tuchel við stjörnuleikmenn Chelsea, sem og eigandann Todd Boehly, eru sagðar meginástæður fyrir því að hlutirnir hættu að ganga upp og að Þjóðverjinn hafi nú verið látinn fara.
Chelsea kaupir Potter frá Brighton en stjórinn hefur náð góðum árangri með takmarkaða fjármuni hjá Brighton.
Búist er við að Chelsea staðfesti ráðningu á Potter síðar í dag en hann keyrði inn á æfingasvæðið rétt í þessu.
BREAKING NEWS 🚨: Graham Potter arrives at Chelsea's Cobham training ground to sign the contract and become their head coach pic.twitter.com/yWNUrkZGXC
— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 8, 2022