fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
433Sport

Rósa svarar Viðari fullum hálsi og segir hann fara frjálslega með tölur – „Ein­stakt að for­svars­maður í­þrótta­fé­lags beiti sér svo ákaft gegn upp­byggingu“

433
Fimmtudaginn 8. september 2022 12:00

Rósa Guðbjartsdóttir þingmaður og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, hefur svarað Viðari Halldórssyni formanni FH í kjölfars harðorðs pistils þess síðarnefnda um ákvörðun bæjarins um að reisa knatthöll á svæði Hauka við Ásvelli.

FH-ingar hafa á síðustu árum reist hús við sitt svæði með aðkomu bæjarins en Viðar segir framkvæmdina á Ásvöllum alltof dýra.

„Í dag virðast bæjaryfirvöld vera á lokametrum við ákvarðanatöku um byggingu nýs knatthúss á Ásvöllum sem að lágmarki mun kosta 4.5 milljarða, byggja einn fótboltavöll fyrir ámóta upphæð og kostar að byggja góðan grunnskóla eða fjóra leikskóla,“ skrifar Viðar meðal annars í pistli sínum.

Þá segir Viðar Hafnarfjarðarbæ fara illa með fjármuni bæjarins og að auðveldara væri að ráðast í mun ódýrari framkvæmd. Hann bendir á þá leið sem FH-ingar hafa farið með því að reisa yfirbyggðar knatthallir sem ekki eru upphitaðar.

Lesa má pistil Viðars í heild hér.

Rósa segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að Viðar fari frjálslega með tölur í pistli sínum og að orð hans komi ekki á óvart. „Þessi við­brögð koma mér ekki á ó­vart og því miður ekki í fyrsta sinn sem for­maður FH stígur svo harka­lega fram og berst gegn þessari fram­kvæmd. Held það hljóti að vera ein­stakt að for­svars­maður í­þrótta­fé­lags beiti sér svo ákaft gegn upp­byggingu í­þrótta­mann­virkis annars í­þrótta­fé­lags. Þarna er farið vægast sagt frjáls­lega með kostnaðar­tölur. Mikil þörf er á knatt­húsi á Ás­völlum enda er húsið er í þeim hluta bæjarins þar sem nær öll í­búða­upp­bygging síðustu ára hefur verið. Húsið mun þannig þjóna nýjasta hverfi bæjarins en í­búar þess verða um 13 þúsund innan nokkurra ára,“ segir Rósa.

Hún bendir einnig á að Haukar hafi afsalað sér hluta íþróttasvæðis síns til fjármögnunnar hússins. Bærinn fékk 1,3 milljarð króna upp í húsið með sölu þeirra lóða.

„Mikil undir­búnings­vinna hefur farið fram undan­farin ár vegna þessarar fram­kvæmdar. Þarna verður allrar hag­kvæmni gætt og þarna mun rísa hús sem mun nýtast vel. Allir flokkar studdu þessa upp­byggingu á Ás­völlum í síðustu kosningum og fyrsta verk nýrrar bæjar­stjórnar í sumar var að sam­þykkja að fara í út­boð vegna fram­kvæmdarinnar.“ 

Nánar er rætt við Rósu á vef Fréttablaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir
433Sport
Í gær

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“
433Sport
Í gær

Van Dijk fékk svakalega launahækkun

Van Dijk fékk svakalega launahækkun
433Sport
Í gær

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið