Liverpool steinlá í Meistaradeild Evrópu í gær er liðið mætti Napoli í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni. Vörn Liverpool var alls ekki sannfærandi á Ítalíu en enska liðið tapaði leiknum að lokum 4-1.
Piotr Zielinski átti mjög góðan leik fyrir Napoli en hann skoraði tvö mörk fyrir heimamenn. Luis Diaz gerði eina mark gestaliðsins.
Trent what are you doing pic.twitter.com/Vr7AgYAoEX
— DSK (@0161Darren) September 7, 2022
Trent Alexander-Arnold varnarmaður Liverpool átti hræðilegan leik en hann hefur verið afar ólíkur sjálfum sér í upphafi tímabils.
Trent átti slakan leik í gær og hafa netverjar verið að spauga með frammistöðu hans eins og sjá mér hér að ofan og neðan.
Trent when asked to defend pic.twitter.com/PhVuQXhNwP
— Lunihan (@LunihanV1) September 7, 2022