Fyrrum markvörðurinn Paul Robinson segir að Erik ten Hag, stjóri Manchester United, verði að halda Cristiano Ronaldo sáttum hjá félaginu, þrátt fyrir að hann hafi verið á bekknum í síðustu leikjum.
Eftir skelflilega tvo leiki í upphafi tímabils í ensku úrvalsdeildinni hefur United nú unnið fjóra leiki í röð, þar á meðal gegn Liverpool og Arsenal.
„Á meðan liðið er að vinna leiki þarf hann ekki að setja hann í byrjunarliðið. En út frá hans sjónarhorni, þó hann sé að hoppa um og klappa á bekknum, er hann mjög pirraður. Hann er fæddur sigurvegari. Hann vill spila alla leiki og gera gæfumuninn. Hann veit að hann er enn nógu góður til að gera það,“ segir Robinson um Ronaldo.
Robinson telur að Ten Hag þurfi að halda Ronaldo hressum, þar sem hann mun þurfa á honum að halda.
„Hann er heimsklassa leikmaður og á einhverjum tímapunkti á tímabilinu þarf Ten Hag að nota hann. Hann þarf því að halda honum góðum því hann á ekki efni á að missa leikmenn af hans gæðaflokki. “