Það eru miklar líkur á að enginn leikur verði spilaður í enska boltanum um helgina eftir skelfilegu fréttir dagsins.
Breska konungsfjölskyldan sendir frá sér tilkynningu fyrir skömmu þar sem greint var frá því að Elísabet önnur, Bretlandsdrottning, væri látin.
Henry Winter, blaðamaður hjá the Times, býst við að leikjum helgarinnar verði frestað vegna þess.
Elísabet hafði glímt við töluverð heilsuvandamál undanfarna mánuði og lést í kastala sínum í Skotlandi í kvöld.
Elísabet var 96 ára gömul en eins og gefur að skilja ríkir mikil sorg í Bretlandi eftir andlátið.
This weekend’s @premierleague and @EFL games will surely be postponed following the death of The Queen.
— Henry Winter (@henrywinter) September 8, 2022