fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
433Sport

Hjörvar slær á algenga umræðu og segir hana mýtu – „Þá veit ég ekki alveg hvert menn eru að fara“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. september 2022 15:00

Hjörvar Hafliðason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason segir það mýtu að karlalið Breiðabliks fari alltaf á taugum (e. choke) á lokakafla Íslandsmóts.

Það hefur skapast umræða um það í íslensku knattspyrnusamfélagi undanfarið hvort Breiðablik myndi klikka á að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á lokakaflanum, en liðið er langefst í deildinni. Margir nota þau rök að það hafi oft gerst áður. Það segir Hjörvar hins vegar alrangt.

„Breiðablik hafði aldrei keppt um neinn Íslandsmeistaratitil fyrr en þeir einhvern veginn duttu á að verða Íslandsmeistarar árið 2010 með 44 stig,“ segir hann í Dr. Football.

„Restin af tíma Ólafs Kristjánssonar (sem þjálfara Breiðabliks), þá áttu þeir ekkert efni á að keppa um Íslandsmeistaratitilinn, höfðu ekkert lið til að keppa um hann. Ekkert choke þar.“

„2015 mætti Arnar Grétarsson og jú, jú, hann setur eitthvað stigamet þarna en voru ekkert í alvöru baráttu.“

Því næst bendir Hjörvar á að þegar Ágúst Gylfason var með Blika hafi liðið þó ekki klúðrað toppsætinu.

„2020 kemur Óskar Hrafn inn, breytir fótboltanum. Í fyrra unnu þeir sjö af síðustu átta. Árni Vill (Vilhjálmsson) klúðrar einhverri vítaspyrnu og Pálmi Rafn klikkaði líka í Vesturbænum,“ segir Hjörvar. Þarna á hann við þegar Breiðablik tapaði 1-0 gegn FH í fyrra, á sama tíma og Víkingur, sem varð Íslandsmeistari, vann dramatískan sigur á KR.

„Fyrir mér er það ekki choke að vinna sjö af síðustu átta. Ef menn eru að tala um eitthvað choke hjá Breiðablik þá veit ég ekki alveg hvert þeir eru að fara. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir
433Sport
Í gær

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“
433Sport
Í gær

Van Dijk fékk svakalega launahækkun

Van Dijk fékk svakalega launahækkun
433Sport
Í gær

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið