Dietmar Hamann, sem lék með Liverpool frá 1999 til 2006, hefur gagnrýnt sitt fyrrum félag í kjölfar afar daprar byrjunar á tímabilinu.
Liverpool er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, með níu stig eftir sex leiki. Þá tapaði liðið 4-1 gegn Napoli í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi.
Í sumar gaf Pep Lijnders, aðstoðarþjálfari hjá Liverpool, út bók sem skyggnist á bak við tjöldin hjá aðalliðinu. Þar er farið yfir aðferðir Jurgen Klopp og fleira.
Hamann finnst óskiljanlegt að slík bók sé gefin út af manni sem enn starfar hjá félaginu.
„Viðvörunarbjöllurnar hefðu átt að fara að hringja hjá stuðningsmönnum Liverpool þegar núverandi aðstoðarþjálfarinn skrifaði bók á meðan hann starfaði enn hjá félaginu. Hvernig honum var leyft það skil ég ekki,“ skrifar Hamann.
The alarm bells should have been ringing for @LFC fans when the current assistant manager wrote a book while still employed by the club. How he was allowed to do it I’m not too sure
— Didi Hamann (@DietmarHamann) September 8, 2022
Hér að neðan má sjá myndband þar sem Lijnders lýsir bókinni.