fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
433Sport

Fyrrum leikmaður Liverpool segir viðvörunarbjöllur hafa átt að hringja þegar þetta gerðist í sumar – „Hvernig honum var leyft það skil ég ekki“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. september 2022 13:00

Hvað gerir Liverpool gegn Rangers? Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dietmar Hamann, sem lék með Liverpool frá 1999 til 2006, hefur gagnrýnt sitt fyrrum félag í kjölfar afar daprar byrjunar á tímabilinu.

Liverpool er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, með níu stig eftir sex leiki. Þá tapaði liðið 4-1 gegn Napoli í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi.

Í sumar gaf Pep Lijnders, aðstoðarþjálfari hjá Liverpool, út bók sem skyggnist á bak við tjöldin hjá aðalliðinu. Þar er farið yfir aðferðir Jurgen Klopp og fleira.

Hamann finnst óskiljanlegt að slík bók sé gefin út af manni sem enn starfar hjá félaginu.

„Viðvörunarbjöllurnar hefðu átt að fara að hringja hjá stuðningsmönnum Liverpool þegar núverandi aðstoðarþjálfarinn skrifaði bók á meðan hann starfaði enn hjá félaginu. Hvernig honum var leyft það skil ég ekki,“ skrifar Hamann.

Hér að neðan má sjá myndband þar sem Lijnders lýsir bókinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir
433Sport
Í gær

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“
433Sport
Í gær

Van Dijk fékk svakalega launahækkun

Van Dijk fékk svakalega launahækkun
433Sport
Í gær

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið