Arsenal byrjar Evrópuverkefni sitt á sigri en liðið mætti Zurich frá Sviss á útivelli í Evrópudeildinni í kvöld.
Um var að ræða fyrsta leik liðanna í riðlakeppninni og sigraði Arsenal leikinn 2-0.
Marquinhos kom Arsenal yfir snemma leiks en Eddie Nketiah sá svo um að tryggja liðinu sigur eftir að Zurich hafði jafnað.
Alfons Sampsted var á sínum stað hjá Bodo/Glimt sem gerði 1-1 jafntefli við PSV á útivelli. Alls ekki amaleg úrslit.
Jose Mourinho og hans menn í Roma töpuðu þá nokkuð óvænt er liðið ferðaðist til Búlgaríu. Þar tapaði liðið gegn heimamönnum í Ludogorets, 2-1.
Zurich 1 – 2 Arsenal
0-1 Marquinhos
1-1 Mirlind Kryeziu(víti)
1-2 Eddie Nketiah
PSV 1 – 1 Bodo/Glimt
0-1 Albert Gronbæk
1-1 Cody Gakpo
Ludogorets 2 – 1 Roma
1-0 Cauly Oliveira
1-1 Eldor Shomurodov
2-1 Nonato