Thomas Tuchel var í áfalli þegar hann fékk fréttirnar um að Chelsea hefði ákveðið að reka hann úr starfi í morgun.
Chelsea tapaði gegn Dinamo Zagreb í Króatíu í gær, Todd Bohely eigandi félagsins hafði hins vegar ákveðið að reka Tuchel úr starfi fyrir það.
Tuchel var stjóri Chelsea í 18 mánuði og vann Meistaradeildina á þeim tíma. Tuchel mætti snemma á æfingasvæði Chelsea í dag og var beðinn um að mæta á símafund.
Þar fékk Tuchel þær fréttir að hann væri nú án vinnu en samkvæmt enskum blöðum grátbað Tuchel um meiri tíma. Hann sagðist telja sig geta snúið við slakri byrjun liðsins.
Tuchel talaði fyrir tómum eyrum þegar hann bað um meiri tíma en allt stefnir í að Graham Potter stjóri Brighton taki við starfi hans.
Fréttir hafa borist þess efnis í dag að leikmenn Chelsea hafi fengið nóg af Tuchel og hans vinnubrögðum sem varð honum að falli.