Búist er við að Erik ten Hag stjóri Manchester United geri margar breytingar á byrjunarliði sínu á morgun. United hefur þá leik í Evrópudeildinni.
Real Sociedad kemur í heimsókn á Old Trafford en ensk götublöð telja að Ten Hag gæti gert allt að tíu breytingar.
Aðeins er talið öruggt að Antony byrji frá sigri liðsins gegn Arsenal í deildinni á sunnudag. Búist er við að Casemiro byrji sinn fyrsta leik og að Cristiano Ronaldo komi inn í byrjunarliðið.
Fyrirliði liðsins, Harry Maguire fær svo tækifæri og ekki er ólíklegt að Donny van de Beek fái að spila. Einnig gæti Martin Dubravka þreytt frumraun sína í markinu.
Svona er líklegt byrjunarlið United á morgun.