Samkvæmt frétt Telegraph er líklegast að Chelsea reyni að klófesta Graham Potter stjóra Brighton á næstu dögum. Chelsea er í þjálfaraleit.
Chelsea ákvað í morgun að reka Thomas Tuchel úr starfi eftir tap gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni í gær. David Ornstein hjá Athletic segir þó frá því að ákvörðun um að reka Tuchel hafi verið tekin fyrir leik, tapið í Króatíu hafi ekkert með ákvörðun Chelsea að gera.
Todd Boehly eigandi Chelsea er þar með búið að reka sinn fyrsta stjóri en hann keypti félagið af Roman Abramovich í sumar.
Roman var þekktur fyrir að reka þjálfara sína ef eitthvað bjátaði á og Bohely ætlar að feta í hans fótspor.
Klásúla er í samningi Potter og getur Chelsea keypt hann frá félaginu fyrir 16 milljónir punda samkvæmt fréttum.