Það stefnir mikið í að Graham Potter verði næsti stjóri Chelsea sem er í dag þjálfaralaust.
Thomas Tuchel var í morgun rekinn frá Chelsea en það voru fregnir sem komu þónokkrum á óvart.
Potter er efstur á blaði Chelsea og eru viðræður á milli aðilana að ganga vel fyrir sig að sögn Fabrizio Romano.
Mauricio Pochettino hefur einnig verið orðaður við starfið en hann veit að Potter er efstur á óskalistanum.
Pochettino er fyrrum stjóri Tottenham og hann býst við að Potter verði ráðinn í starfið.
Potter hefur gert mjög góða hluti með Brighton sem spilar afar skemmtilegan fótbolta.