RB Leipzig í Þýskalandi hefur ákveðið að reka stjóra sinn Domenico Tedesco úr starfi eftir 4-1 tap í Meistaradeildinni í gær.
Þessi ákvörðun kemur kannski ekki mikið á óvart en Leipzig var á heimavelli og var talið mun sigurstranglegra liðið.
Tedesco hefur verið heitur í sessi í dágóðan tíma en Leipzig hefur aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum í Þýskalandi.
Síðasta leik lauk með 4-0 tapi gegn Frankfurt og hefur liðið fengið á sig átta mörk í aðeins tveimur leikjum.
Tedesco var um tíma vinsæll hjá Leipzig og kom liðinu í undanúrslit Evrópudeildarinnar á síðustu leiktíð.