fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
433Sport

Leno skýtur á Arsenal með athyglisverðum ummælum – „Þetta snerist bara um pólitík“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. september 2022 13:00

Rúnar Alex Rúnarsson og Bernd Leno á æfingu Arsenal. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markvörðurinn Bernd Leno yfirgaf Arsenal fyrir Fulham í sumar. Þjóðverjinn var orðinn varamarkvörður hjá Skyttunum í kjölfar komu Aaron Ramsdale fyrir ári síðan.

Nú hefur Leno skotið á sitt fyrrum félag í viðtali við BILD í heimalandinu.

„Þegar ég áttaði mig á því að þetta snerist ekki um frammistöðu eða gæði vissi ég að ég þyrfti að fara,“ segir Leno.

„Þetta snerist bara um pólitík, það var mér alveg ljóst. Ég þurfti að komast þaðan.“

Leno segist nú stefna á að koma sér aftur nær þýska landsliðinu. Heimsmeistaramótið í Katar hefst í nóvember.

„Það mikilvægasta fyrir mig er að finna taktinn aftur, sérstaklega þar sem ég gat ekki æft almennilega eða undirbúið mig. Það er undir mér komið að komast aftur í landsliðið,“ segir Bernd Leno.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir
433Sport
Í gær

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“
433Sport
Í gær

Van Dijk fékk svakalega launahækkun

Van Dijk fékk svakalega launahækkun
433Sport
Í gær

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið