Það verður réttað aftur í máli Ryan Giggs á næsta ári, þar sem kviðdómur komst ekki að niðurstöðu eftir réttarhöld sumarsins.
Giggs er sakaður um að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína, Kate Greville og að hafa beitt hana þvingandi og stjórnandi hegðun í langan tíma.
Kviðdómurinn var á dögunum leystur undan störfum, þar sem honum tókst ekki að komast að niðurstöðu í málinu.
Hann var skipaður ellefu einstaklingum og fundaði í næstum sólarhring, í tilraun til að komast að niðurðstöðu. Það tókst hins vegar ekki.
Réttarhöldin verða því endurtekin og má búast við að þau verði næsta sumar.
Giggs hefur ávalt neitað sök í málinu.