fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
433Sport

Carragher hefur áhyggjur af hugsanlegri ráðningu á Potter – „Ætti samt erfitt með að trúa því“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. september 2022 14:30

Jamie Carragher / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher, sparkspekingur og fyrrum leikmaður Liverpool, hefur áhyggjur af hugsanlegri ráðningu Chelsea á Graham Potter.

Chelsea ákvað í morgun að reka Thomas Tuchel úr starfi eftir tap gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni í gær. David Ornstein hjá Athletic segir þó frá því að ákvörðun um að reka Tuchel hafi verið tekin fyrir leik, tapið í Króatíu hafi ekkert með ákvörðun Chelsea að gera.

Potter sagður efstur á óskalista Chelsea. Klásúla er í samningi Potter og getur Chelsea keypt hann frá félaginu fyrir 16 milljónir punda samkvæmt fréttum.

„Ég er ekki viss um að hann passi fullkomlega. Kannski vill Chelsea gera hlutina öðruvísi héðan í frá og þess vegna fá hann,“ segir Carragher.

„Ef ég væri Graham Potter ætti ég samt erfitt með að trúa því. Félagið var að losa sig við stjóra eftir sex leiki á tímabilinu. Vissulega er þetta stórt skref upp á við fyrir hann, en maður óttast að hann verði í sama báti og aðrir stjórar Chelsea undanfarin tíu ár. Ef hann nær ekki í góð úrslit strax mun Chelsea leita að nýjum stjóra eftir ár.“

Carragher segist eiga erfitt með að sjá Chelsea gera eins margar áherslubreytingar og þyrfti með ráðningunni á Potter.

„Við höfum heyrt það svo oft undanfarin ár að Chelsea ætli að gera hlutina öðruvísi, en þegar þeir skipta um stjóra ná þeir eiginlega alltaf árangri, svo það er erfitta að gagnrýna þá.“

„Ef ég væri Graham Potter hefði ég miklar áhyggjur eftir að hafa séð það sem gerðist með Tuchel.“

Carragher áttar sig þó á því að fyrr eða síðar fari Potter frá Brighton.

„Hann hefur gert svo vel, allir elska liðið og fótboltann sem það spilar. Það verður áhugavert að sjá hvort hann nái að láta þessa hugmyndafræði skína hjá Chelsea“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir
433Sport
Í gær

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“
433Sport
Í gær

Van Dijk fékk svakalega launahækkun

Van Dijk fékk svakalega launahækkun
433Sport
Í gær

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið