Beiðni Diego Costa um atvinnuleyfi á Englandi hefur nú verið samþykkt. Hann ætti því að ganga í raðir Wolves á allra næstunni.
Beiðni brasilíska framherjans, sem varð Englandsmeistari með Chelsea árið 2017, var hafnað á dögunum en hefur nú verið samþykkt.
Sasa Kalajdzic sleit krossband í sínum fyrsta leik með Wolves á dögunum og félagið fær Costa á frjálsri sölu í hans stað.
Costa mun fljúga til Englands í kvöld og gangast undir læknisskoðun hjá Wolves á morgun. Standist hann hana fær leikmaðurinn samning hjá Wolves út þessa leiktíð.