Augnablik og Kormákur/Hvöt mætast í 3 deild karla um næstu helgi en allur aðgangseyrir mun renna óskipt til aðstandenda skotárásar á Blönduósi í síðasta mánuði.
Árásarmaður skaut einn til bana og særði annan í heimahúsi við Hlíðarbraut á Blönduósi. Árásarmaðurinn lést á vettvangi. Kári Kárason varð fyrir skoti en Kári missti eiginkonu sína, Evu Hrund Pétursdóttur í árásinni. Hefur verið talið að sonur þeirra, gestkomandi á heimilinu, ætti þátt í dauða byssumannsins.
Augnablik segir í færslu á Twitter. „Kormákur/Hvöt kemur í heimsókn til okkar næstu helgi. Rukkað verður 1500kr inn á leikinn og mun aðgangseyrinn renna óskiptur til aðstandenda hins sorglega atburðs síðasta mánaðar. Viljum sjá sem flesta á laugardaginn kl. 14 í Fífunni!,“ segir í færslu Augnabliks.
Kormákur/Hvöt er sameiginlegt lið frá Blönduósi og Hvammstanga.