Erling Haaland er ekki besti framherji Manchester City að mati fyrrum ítalska landsliðsmannsins Antonio Cassano.
Þessi ummæli vekja heldur betur athygli í ljósi þess að Haaland hefur skorað 10 mörk í sex deildarleikjum til þessa.
Haaland kom til Man City í sumar líkt og hinn skemmtilegi Julian Alvarez sem kemur frá Argentínu.
Að mati Cassano er Alvarez öflugri leikmaður en Haaland en viðurkennir þó að Norðmaðurinn muni skora mörg mörk.
,,Að mínu mati þá er Julian Alvarez miklu betri leikmaður en Haaland,“ sagði Cassano í samtali við Bobo TV.
,,Haaland mun skora 90 mörk, hann sterkur og er mun sterkari en Alvarez er meiri leikmaður og í heildina er hann betri.“
,,Haaland er ekkert sérstakur. Ég sé Adriano hjá Inter í Haaland og hann er með smá Christian Vieiri í sér.“