Franska félagið Paris Saint-Germain hefur verið gagnrýnt, þar sem liðið ferðaðist í útileik gegn Nantes á einkaþotu, þó svo að lestarferð taki aðeins um tvo tíma.
Umræðan um loftslagsáhrif hefur lengi verið hávær og er PSG gagnrýnt fyrir að sýna ekki betra fordæmi en þetta
Kylian Mbappe, stjarna liðsins, og Christophe Galtier, stjóri þess, sátu fyrir svörum á fréttamannafundi, þar sem einn blaðamaður spurði hvort að liðið myndi íhuga að notast frekar við lest í svo stutt ferðalög framvegis.
Mbappe og Galtier fóru þá að skellihlæja. Hefur þetta vakið hörð viðbrögð.
Myndband af þessu má sjá hér að neðan.
Le mépris du coach du PSG Christophe Galtier
Et le long rire de @KMbappe
Quand @LCI #toutestpol leur demande une réaction au patron des TGV qui leur propose un train privatisé plutôt qu’un jet privé pour faire Paris-Nantes.
RDV demain, 11h, sur la 26#Mbappe #Galtier #lti pic.twitter.com/7LsMpM6QMI
— Paul Larrouturou (@PaulLarrouturou) September 5, 2022