Íslenska kvennalandsliðið mistókst að komast beint í lokakeppni HM í fyrsta sinn eftir leik við Holland í lokaleik riðlakeppninnar í kvöld.
Ísland þurfti sigur eða jafntefli í leik kvöldsins til að tryggja sætið og stefndi allt í að leik kvöldsins myndi ljúka með markalausu jafntefli.
Hollandi tókst hins vegar að skora á 93. mínútu í uppbótartíma til að tryggja sér sigurinn og efsta sætið.
Hér fyrir neðan má sjá sigurmark heimaliðsins.
NEI !!!! Stefanie van der Gragt kemur Hollendingum yfir á 93. mínútu. 1-0 fyrir Holland. Þvílík vonbrigði. pic.twitter.com/scY6qGbkFe
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 6, 2022