Fyrrum knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason segist stundum feginn því að Íslendingar fylgist ekki betur með honum í Þýskalandi en raun ber vitni.
Hinn 34 ára gamli Rúrik hefur getið sér gott orð í sem dansari og fyrirsæta í landinu, þá aðallega eftir fótboltaferilinn.
Rúrík er gestur í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag. Þar segir hann frá því að sum verkefnin sem hann tekur að sér í bransanum séu skrýtnari en önnur.
„Ég hef tekið að mér verkefni þar sem ég hugsa bara: í hverju er ég lentur? Þá hjálpar manni að Íslendingar sýna Þýskalandi lítinn áhuga, enda skilja flestir ekki þýsku,“ segir Rúrik.
„Það eiginlega reddar þessu. Fólk veit ekki alveg hvað er að gerast hjá mér í Þýskalandi.“
Rúrik lagði knattspyrnuskóna á hilluna árið 2020. Hann var síðast leikmaður Sandhausen í Þýskalandi.