Thomas Partey hefur verið valinn í landsliðshóp Gana fyrir verkefni gegn Brasilíu og Níkarakva í seinni hluta mánaðar.
Miðjumaðurinn hefur ekki verið með Arsenal í síðustu leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni vegna meiðsla. Það er hins vegar útlit fyrir að hann verði klár fyrr en áætlað var.
Sjálfur er Partey bjartsýnn á að geta leikið með Arsenal áður en að landsleikjahléinu kemur. Skytturnar mæta Everton í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Í enskum fjölmiðlum segir að afar litlar líkur séu á að hann nái þeim leik, þó það sé ekki útilokað.
Arsenal er á toppi deildarinnar með 15 stig, stigi meira en Manchester City. Liðið tapaði sínum fyrsta leik á sunnudag, á útivelli gegn Manchester United.