Cristiano Ronaldo hvatti liðsfélaga sína í Manchester United til að setja hökuna upp eftir að Arsenal jafnaði í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.
United vann leikinn að lokum 3-1. Það var eftir jöfnunarmark Bukayo Saka í seinni hálfleik sem Ronaldo hvatti liðsfélaga sína til að halda áfram og skora annað mark.
Þetta kemur mörgum á óvart, þar sem Ronaldo hefur verið sagður hafa slæm áhrif á liðsfélaga sína og búningsklefann hjá United.
Portúgalinn vildi fá að fara í sumar en tókst það ekki.
Það virðist þó sem svo að Ronaldo sé með hugann við verkefnið, miðað við myndbandið sem má sjá hér að neðan.
Loved this from Cristiano Ronaldo after Arsenal equalised.
A LEADER.. #mufcpic.twitter.com/uTvXaViImf
— UtdFaithfuls (@UtdFaithfuls) September 5, 2022