fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
433Sport

Hallbera hneyksluð á fréttaflutningi á einum mikilvægasta degi í sögu kvennalandsliðsins – „Jahérnahér“

433
Þriðjudaginn 6. september 2022 10:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísir fjallar í dag um það að kvennalandsliðið muni mögulega njóta áfengis í boði Knattspyrnusambands Íslands ef vel fer gegn Hollandi í landsleiknum mikilvæga í kvöld.

Ísland er í efsta sæti undanriðilsins, stigi á undan Hollandi. Jafntefli dugir því stelpunum okkar í kvöld til að tryggja sér efsta sæti riðilsins og komast beint á HM. Liðið sem hafnar í öðru sæti fer í umspil.

Stjórn KSÍ samþykkti síðasta haust að áfengi yrði leyft í landsliðsferðum ef frábær árangur náist, þó almennt sé það ekki leyft. Þetta segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, við Vísi.

Hallbera Guðný Gísladóttir, sem lék með Íslandi í lokakeppni Evrópumótsins í sumar en lagði skóna að hilluna að því loknum, er hneyksluð á áherslunum í fréttaflutningi Vísis.

„Á mögulega stærsta leikdegi kvennalandsliðsins frá upphafi er eðlilega verið að skrifa frétt um það hvort fullorðið fólk ætli sér virkilega að skála í kampavíni ef það kemst á HM í fyrsta skipti. Jahérnahér,“ skrifar Hallbera á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir
433Sport
Í gær

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“
433Sport
Í gær

Van Dijk fékk svakalega launahækkun

Van Dijk fékk svakalega launahækkun
433Sport
Í gær

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið