Frenkie de Jong var orðaður við Manchester United í allt sumar. Að lokum fór það þó svo að hann var áfram hjá Barcelona.
Börsungar voru til í að selja Hollendinginn til að losna við hann af launaskrá. Sjálfur vildi De Jong hins vegar alltaf vera áfram í Katalóníu.
Chelsea var einnig orðað við De Jong í sumar, þó ekki í sama mæli og United.
Football.London segir nú frá því að Lundúnafélagið hafi áhuga á því að krækja í miðjumanninn öfluga í félagaskiptaglugganum í janúar.
Það er því ekki enn víst að De Jong klári þetta leiktímabil sem leikmaður Barcelona.