Gary Neville, goðsögn Manchester United, telur að Arsenal eigi ekki möguleika á að ná topp fjórum á tímabilinu ef Gabriel Jesus meiðist.
Jesus kom til Arsenal frá Manchester City í sumar og mun liðið treysta verulega á sóknarmanninn í vetur.
Hann er hins vegar eini alvöru framherjinn í herbúðum Arsenal og væri það mikill missir ef hann skyldi meiðast.
,,Ef Jesus meiðist, þá er þetta búið,“ sagði Neville í samtali við the Overlap á Sky Sports.
Arsenal var taplaust fyrir síðasta leik sinn í deildinni gegn Manchester United sem tapaðist 3-1.
Jesus hefur byrjað nokkuð vel með Arsenal og hefur skorað þrjú mörk í fyrstu sex deildarleikjum sínum fyrir félagið.