Bayern Munchen hefur mikinn áhuga á Harry Kane leikmanni Tottenham.
Samningur hins 29 ára gamla Kane við Norður-Lundúnafélagið rennur út eftir næsta tímabil, sumarið 2024. Leikmaðurinn var nálægt því að ganga í raðir Manchester City síðasta sumar en allt kom fyrir ekki.
Samkvæmt Daily Mail vill Bayern Munchen að Kane sleppi því að ræða nýjan samning við Tottenham svo þýska félagið geti freistað þess að kaupa hann næsta sumar, þegar enski landsliðsframherjinn á aðeins ár eftir af samningi sínum. Það myndi setja Bayern í sterka samningsstöðu.
Kane kom upp í gegnum unglingastarf Tottenham og hefur verið besti leikmaður liðsins undanfarin ár.