fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
433Sport

Bayern biður Kane um greiða til að gera sér auðveldara fyrir næsta sumar

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 6. september 2022 11:30

Harry Kane / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bayern Munchen hefur mikinn áhuga á Harry Kane leikmanni Tottenham.

Samningur hins 29 ára gamla Kane við Norður-Lundúnafélagið rennur út eftir næsta tímabil, sumarið 2024. Leikmaðurinn var nálægt því að ganga í raðir Manchester City síðasta sumar en allt kom fyrir ekki.

Samkvæmt Daily Mail vill Bayern Munchen að Kane sleppi því að ræða nýjan samning við Tottenham svo þýska félagið geti freistað þess að kaupa hann næsta sumar, þegar enski landsliðsframherjinn á aðeins ár eftir af samningi sínum. Það myndi setja Bayern í sterka samningsstöðu.

Kane kom upp í gegnum unglingastarf Tottenham og hefur verið besti leikmaður liðsins undanfarin ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir
433Sport
Í gær

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“
433Sport
Í gær

Van Dijk fékk svakalega launahækkun

Van Dijk fékk svakalega launahækkun
433Sport
Í gær

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið