Það var mikill hiti í uppbótartíma í leik Ankaragucu og Besiktas í tyrknesku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Gestirnir í Besiktas unnu 2-3.
Allt varð vitlaust þegar leikmaður heimamanna, Marlon, var rekinn af velli á fjórðu mínútu uppbótartíma.
Slagsmál urðu á vellinum og hljóp einn stuðningsmaður inn á, þar sem hann tæklaði Cenk Tosu, leikmann Besiktas, af öllu afli.
Eins og gefur að skilja brást Tosun illa við. Var hann rekinn af velli fyrir viðbrögð sín.
Atvikið furðulega má sjá hér að neðan.
Seems a Besiktas fan wasnt happy with Cenk Tosun pic.twitter.com/lK7UvHE5eD
— Sam (@Afcsammmm) September 4, 2022