Arsenal neitaði að gefa Marseille þann möguleika að kaupa bakvörðinn Nuno Tavares næsta sumar eftir að hafa lánað hann til franska félagsins.
Tavares segir sjálfur frá þessu en hann var lánaður til Marseille í sumar og gerði samning út tímabilið.
Um er að ræða 22 ára gamlan leikmann sem er afar ánægður í dag og segist nú loksins fá séns á að spila sína stöðu á vellinum.
,,Ég kom til Marseille til að fá loksins að spila í minni stöðu. Þegar ég samdi við Marseille vildi ég hafa kaupákvæði í lánssamningnum en Arsenal neitaði,“ sagði Tavares.
,,Nú er ég hjá félaginu og með eða án klásúlunnar þá er ég ánægður. Hjá Arsenal hefði ég örugglega bara fengið að spila í bikarnum.“
,,Ég kom til Marseille til að spila mína stöðu, í Meistaradeildinni, í deildinni og í bikarnum.“