Antony, nýr leikmaður Manchester United, skoraði fyrsta mark liðsins í 3-1 sigri á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Leikurinn fór fram á Old Trafford og var Brasilíumaðurinn að spila sinn fyrsta leik. Hann fagnaði markinu vel og innilega.
Marcus Rashford skoraði hin tvö mörk United í leiknum, en Bukayo Saka gerði mark Arsenal.
Antony var ekki hættur að fagna þegar hann náðist á mynd á götum Manchester í gærkvöldi.
Þar var hann ásamt félögum sínum eftir kvöldverð í borginni. Þegar hann sá myndavélina setti hann hendurnar út og fagnaði.
Það er ljóst að Antony ætlar sér að verða vinsæll á meðal stuðningsmanna United.