Það eru meira en 100 dagar síðan Son Heung-Min, leikmaður Tottenham, skoraði í ensku úrvalsdeildinni.
Son er hættulegasti leikmaður Tottenham fram á við ásamt Harry Kane sem hefur byrjað tímabilið nokkuð vel.
Margir hafa þó áhyggjur af Son þessa dagana en hann hefur enn ekki skorað í sex deildarleikjum til þessa.
Sóknarmaðurinn átti sitt besta tímabil á síðustu leiktíð er hann skoraði 23 deildarmörk í 35 leikjum.
Hann hefur hins vegar ekki náð að halda uppteknum hætti í sumar og á eftir að komast á blað í fyrstu sex leikjunum.