Liverpool hefur kynnt til leiks nýjan þriðja búning fyrir leiktíðina sem er nýhafin.
Búningurinn er grænn og vekur almennt lukku, þó auðvitað séu ekki allir á sama máli.
Þriðja búninginn má sjá hér neðar.
Liverpool hefur farið brösuglega af stað á þessari leiktíð. Liðið er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með níu stig eftir sex leiki. Um helgina gerði Liverpool markalaust jafntefli við erkifjendur sína í Everton.