Kristófer Ingi Kristinsson er gegninn í raðir VVV Venlo í hollensku B-deildinni. Félagið staðfestir þetta á samfélagsmiðlum.
Hann kemur frá Sönderjyske í Danmörku.
Hinn 23 ára gamli Kristófer gerir samning við Venlo út þetta leiktímabil. Möguleiki er á eins árs framlengingu þegar þar að kemur.
Sóknarmaðurinn hefur áður leikið í Hollandi. Hann var á mála hjá Willem II og varaliði PSV þar í landi.
Kristófer á að baki leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar á meðal sjö fyrir U-21 árs liðið.
Looking good, Kristófer! 🤩#SameNaoBaove pic.twitter.com/zdWxIGMllM
— VVV-Venlo (@VVVVenlo) September 5, 2022