Arnór Sigurðsson átti stórleik fyrir Norrköping í Svíþjóð í dag sem spilaði við Hammarby í efstu deild.
Arnór er allur að koma til eftir erfiða dvöl á Ítalíu en hann var þar hjá Venezia og gengu hlutirnir ekki upp.
Arnór skoraði tvö mörk fyrir Norrköping í 4-1 sigri á Hammarby í kvöld og lagði upp eitt á Christoffer Nyman.
Bæði mörk Arnórs voru af vítapunktium en þau telja að sjálfsögðu líka.
Arnór Ingvi Traustason er einnig á mála hjá Norrköping og skoraði hann einmitt annað mark liðsins.
Ekki nóg með það heldur var eina mark Hammarby einnig íslenskt en Ari Freyr Skúlason gerði það í eigið net fyrir Norrköping.
Íslensk markaveisla í þessum leik sem hefur væntanlega verið ansi skemmtilegt áhorf.