Saido Berahino, fyrrum vonarstjarna Englands, er búin að skrifa undir samning við AEL Limsassol í Kýpur.
Berahino var talinn gríðarlegt efni á sínum tíma er hann lék með West Bromwich Albion frá 2010 til 2017.
Þaðan fór Berahino til Stoke þar sem hlutirnir gengu alls ekki upp og svo í kjölfarið til Stoke og síðar Belgíu.
Berahino er enn aðeins 29 ára gamall og var síðast á mála hjá Sheffield Wednesday í næst efstu deild.
Limassol er eitt þekktasta liðið í Kýpur en hafnaði aðeins í áttunda sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.
Berahino lék fyrir nánast öll yngri landslið Englands en ferill hans hefur svo sannarlega verið á niðurleið.