Samkvæmt Hjörvari Hafliðassyni er Nökkvi Þeyr Þórisson, leikmaður KA í Bestu deild karla, á leið til Beerschot í 1. deildinni þar í Belgíu.
Nökkvi hefur verið einn allra besti leikmaður deildarinnar í sumar. Hann hefur skorað sautján mörk í tuttugu leikjum fyrir KA. Liðið er í öðru sæti deildarinnar með 37 stig, átta stigum á eftir Breiðabliki.
Nú er hann á leið í atvinnumennsku samkvæmt Hjörvari.
Nökkvi fór til Þýskalands 16 ára gamall en þremur árum síðar, árið 2018, kom hann aftur heim.
Nökkvi Þeyr Þórisson er núna í læknisskoðun í Antwerpen. Hann verður leikmaður Beerschot í belgísku 1. deildinni síðar í dag.
. pic.twitter.com/okzvGNThQ5— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) September 5, 2022