Franska félagið Troyes bauð stuðningsmönnum að horfa á leik liðsins gegn Rennes um helgina í heitum potti á góðum stað á vellinum.
Þetta hefur tíðkast á nokkrum stöðum heimsins, til að mynda hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ, sem bauð stuðningsmönnum sínum einnig upp á að horfa á leik liðsins úr heitum potti á föstudag.
Þá hefur stuðningsmönnum einnig staðið þetta til boða hjá Íslendingaliði Lyngby í Danmörku.
Í sumar hefur Afturelding boðið upp á klippingu, rauðvínssmökkun, nudd og fleira í stúkunni á meðan leikjunum stendur. Hefur það notið mikill vinsælda.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af stuðningsmönnum Troyes í pottinum.
Jajajaja. Qué locura es esta??? Hay un jacuzzi dentro del estadio del Troyes para ver el fútbol 😂😂😂 pic.twitter.com/JczvwnOf90
— Manu Heredia (@ManuHeredia21) September 4, 2022