Ross Barkley hefur skrifað undir samning í Frakklandi eftir að hafa yfirgefið Chelsea í sumar.
Samningi Barkley við Chelsea var rift en hann var alls ekki inni í myndinni hjá Thomas Tuchel, stjóra liðsins.
Barkley fékk því að fara á frjálsri sölu og hefur nú gert samning við Nice í efstu deild Frakklands.
Um er að ræða 28 ára gamlan leikmann sem á að baki 33 landsleiki fyrir Englands.
Það gekk erfiðlega hjá Barkley í LLondon og spilaði hann aðeins 58 deildalreiki á fjórum árum.