Veitingakeðjunni Hooters hefur verið bannað að vera styrktaraðili drengjaliðs í Nottingham í kjölfar harðra viðbragða á samfélagsmiðlum.
Hooters er bandarísk keðja sem er þekkt fyrir að vera með léttklæddar þjónustustúlkur að afgreiða í búningum sem mörgum þótti óviðeigandi að bendla við barnalið.
„Af hverju er Hooters að kyngera börnin og hver leyfði þeim það,“ skrifaði einn netverji.
„Þeir eru ekki orðnir tíu ára. Þetta er rangt á svo marga vegu,“ skrifaði annar.
Nú hefur Hooters verið bannað að styrkja liðið í kjölfar harðra viðbragða.