Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, segir að félagið hafi búist við meiru af miðjumanninum unga Billy Gilmour.
Gilmour hefur verið seldur frá Chelsea til Brighton og kostaði það síðarnefnda níu milljónir punda.
Um er að ræða 21 árs gamlan leikmann sem skrifaði undir fjögurra ára samning við Brighton.
Gilmour var talinn gríðarlegt efni fyrir um tveimur árum en spilaði með Norwich í láni á síðustu leiktíð þar sem lítið gekk upp.
,,Við bjuggumst við svo miklu af honum og hann spilaði fyrsta hálfa árið eftir að ég tók við Chelsea,“ sagði Tuchel.
,,Hann spilaði mikilvæga leiki fyrir okkur og leitaði að nýrri áskorun sem gekk ekki svo vel upp hjá Norwich.“
,,Við bjuggumst við meiru af honum og hann meiru af okkur en það er erfitt fyrir okkur og hann að ná ekki árangri.“