Það er kjaftæði að Jurrian Timber hafi hafnað Manchester United í sumar eftir samræður við Louis van Gaal.
Van Gaal var sagður hafa ráðlagt Timber að halda sig frá Man Utd sem hafði sýnt leikmanninum áhuga í sumar.
Van Gaal þekkir vel til Man Utd eftir að hafa þjálfað félagið en það var alls ekki hann sem sannfærði Timber um að skoða aðra möguleika.
Man Utd ákvað að lokum að semja frekar við Lisandro Martinez frá Ajax og hefur hann byrjað nokkuð vel á Old trafford.
Timber segir að Van Gaal hafi tjáð sér að hann myndi fá að spila í Manchester og ræddi ekkert um að það væri rangskref á ferlinum.
,,Þegar fólk segir að það hafi verið Louis van Gaal sem ráðlagði mér að fara ekki til Manchester United… Hann sagði við mig að ég myndi fá mínútur þarna,“ sagði Timbers á meðal annars í samtali við AD.