Pierre Emerick Aubameyang, leikmaður Chelsea, var mættur til London í gær að sjá sína nýju liðsfélaga spila.
Aubameyang skrifaði undir hjá Chelsea á lokadegi félagaskiptagluggans og kom til liðsins frá Barcelona.
Framherjinn kostaði 10 milljónir punda og gerði tveggja ára samning en var ekki með gegn West Ham í gær.
Aubameyang var þó mættur að styðja sína nýju félaga og var myndaður í stúkunni í 2-1 heimasigri.
Hér má sjá myndir af honum í gær.