Antony, nýjasti leikmaður Manchester United, mun klæðast treyju númer 21 hjá félaginu.
Þetta staðfesti enska félagið í gær en Antony var keyptur til Man Utd á lokadegi félagaskiptagluggans frá Ajax.
Það er búist við miklu af þessum skemmtilega leikmanni sem kostar Man Utd 100 milljónir evra.
Antony er ekki fyrsti Suður-Ameríkumaðurinn til að klæðast treyju 21 en hún var áður í eigu Diego Forlan, Rafael da Silva og svo Edinson Cavani.
Cavani klæddist númerinu síðast á Old Trafford en hann varð samningslaus í sumar og samdi við Valencia.