Mikael Nikulásson, sparkspekingur Þungvavigtarinnar, var heitur fyrir helgi þegar rætt var mál Arnars Grétarssonar hjá KA.
Arnar lék ekki sjá sig í viðtal eftir leik við FH í undanúrslitum Mjólkurbikars karla en hann mátti ekki stýra liðinu í þessari viðureign þar sem hann var í hliðarlínubanni.
Arnar ákvað hins vegar ekki að ræða við blaðamenn eftir 2-1 tapið gegn FH þar sem FH skoraði tvö mörk seint í leiknum til að tryggja sigur.
Mikael skilur ekki af hverju Arnar lét ekki sjá sig í viðtali eftir leik en hann er nýbúinn að fá bann frá KSÍ eftir leik gegn KR í Bestu deildinni.
Mikael segir það þó enga afsökun og er mjög ósáttur með að þessu fyrrum landsliðsmaður hafi ekki látið sjá sig eftir lokaflautið.
,,Ég bara skil ekki hvernig menn komast upp með það. Til hvers erum við að borga fyrir þetta allt? Sjónvarpsáhorfendur, ég vil bara fá þessa menn í viðtöl akkúrat þegar sýður á þeim og það er skylda fyrir þá að koma í viðtöl,“ sagði Mikael í þættinum sem má heyra hér.
,,Þeir senda einhvern rólegasta gæja á Íslandi, Hallgrím Jónasson, toppgæi örugglega en það er bara ekkert gaman að horfa á viðtal við hann sko.“
,,Hvað höfum við oft séð Mourinho, Klopp og þessa kalla fara í viðtöl þegar þeir hafa tapað og þú heldur í sjónvarpið svo það fari ekki frá þér þegar þú bíður eftir að þessir meistarar mæti. Gaui Þórðar, Óli Þórðar á sínum tíma, muniði eftir honum þegar hann tapaði? Mættu í fokking viðtalið.“