Reece James, einn besti leikmaður Chelsea, er við það að skrifa undir nýjan samning við félagið.
Frá þessu greina enskir miðlar en James er einn mikilvægasti leikmaður Chelsea og spilar í hægri bakverði.
Þessar fréttir koma stuttu eftir að Chelsea samdi við Armando Broja sem gerði sex ára samning í sinni framlengingu.
James er 22 ára gamall og er uppalinn hjá Chelsea og á að baki 86 deildarleiki á fjórum árum.
Hann mun skrifa undir nýjan samning á næstu dögum en minna en þrjú ár eru eftir af núverandi samningi leikmannsins.