Phil Jones, leikmaður Manchester United, fær ekki að deila búningsklefa með öðrum stjörnum liðsins á Carrington æfingasvæðinu.
Frá þessu greina enskir miðlar en Jones er alls ekki fyrsti maður á blað undir Erik ten Hag.
Alls er pláss fyrir 24 leikmenn í búningsklefa Man Utd á Carrington og eftir komu nýrra leikmanna í sumar þarf Jones að sætta sig við stöðuna.
Jones þarf þess í staði að deila búningsklefa með U23 liði Man Utd, eitthvað sem hann er væntanlega ekki of sáttur með.
Alex Tuanzebe, Teden Mengi og Shola Shoretire eru á meðal þeirra leikmanna sem nota þann klefa.
Jones hefur lítið fengið að spila með Man Utd undanfarin ár eða aðeins 13 leiki á síðustu fjórum tímabilum.