Manchester United 3 – 1 Arsenal
1-0 Antony (’35)
1-1 Bukayo Saka (’60)
2-1 Marcus Rashford (’66)
3-1 Marcus Rashford (’75)
Arsenal tapaði sínum fyrsta deildarleik í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Manchester United.
Leikurinn var ansi fjörugur á Old Trafford þar sem Marcus Rashford stal senunni og átti stórleik.
Nýi maðurinn Antony var fyrstur til að komast á blað í Manchester og kom heimaliðinu yfir á 35. mínútu.
Staðan var 1-0 þar til á 60. mínútu er Bukayo Saka jafnaði metin fyrir gestina og allt undir á lokamínútunum.
Rashford átti þá eftir að skora tvennu fyrir Man Utd en hann lagði einnig upp fyrsta markið á Antony.
Lokatölur 3-1 fyrir heimamönnum sem voru að vinna sinn fjórða leik í röð.